Dáði fannst í 3 gagnasöfnum

dáður lýsingarorð

sem vekur aðdáun, mikils metinn

hann var dáður listamaður á 19. öld


Fara í orðabók

1 dá h. ‘óvit, yfirlið; dvali’; sbr. nno. : gå i dåi ‘ganga um meðvitundarlaus, eins og í svefni’; sbr. -dái og e.t.v. - (4), dár (3) og dálegur; < germ. *dawa-, sk. deyja, dóla og dálegur.


2 dá s. ‘vera hrifinn af, vegsama, hrósa; undrast’: d. sér ‘skemmta sér’; sbr. nno. ‘hafa samúð með’, dåst, då seg (s.m.) (< *dawēn). Hugsanlega sk. gr. thaũma ‘undur’, theáomai ‘horfi, lít á’, théa (jón. théē) ‘viðurlit, sýn; sjónleikur’; e.t.v. af ie. rót *dhāu̯-, *dhǝu̯- ‘horfa, sjá’; sbr. - (3) og dáendi og dár (2). Um skyldleika við lo. dýr er allt óvissara. Aðrir ætla að eigi skylt við (1) og upphafl. merk. þá ‘að vera agndofa (gagnvart)’ e.þ.u.l. Vafasamt. Sjá dár (2).


3 dá- forliður í jákvæðri og herðandi merk.; sbr. dágóður, dálæti, dásama o.fl., sk. (2) og dár (2).


4 dá- forliður í neikvæðri merk.; sbr. dálegur ‘illur, vesall’ og dár (3).


dáði k. (17. öld) ‘sælgæti, góður biti’; e.t.v. stytting úr dáðamatur (s.m.), sbr. einnig það er dáði s.s. það er dáðagott; líkl. leitt af dáð; sbr. einnig físl. údáði k. ‘illt verk’.


Daði, †Dáði mannsnafn. Uppruni óviss. Sumir ætla að nafnið svari til fsax. Daþa, fhþ. Tado (mannsnafn), aðrir að þetta sé gælunafn leitt af Dagur; ólíklegt. E.t.v. er orðið slefudaði ‘smámæltur maður’ tengt mannsnafninu, þótt óljóst sé hvernig þeim tengslum er háttað; ástæðan e.t.v. sú að önnur samhljóð hafa líkst d og ð í framburði viðkomanda (JGrv.).