Dúfur fannst í 4 gagnasöfnum

dúfa -n dúfu; dúfur, ef. ft. dúfna dúfu|egg; dúfna|fuglar; dúfna|ætt

dúfa nafnorð kvenkyn

fugl af ætt Columbidae


Fara í orðabók

1 dúfa kv. ‘fugl af dúfnaætt’; †aukn.; sbr. fær. dúgva, dúva, nno. duve kv., sæ. duva, d. due, fe. dūfe, fhþ. tūba, ne. dove, nhþ. taube (s.m.), gotn. hraiwa-dubo ‘turtildúfa’. Uppruni orðsins er ekki fullljós, en það er líkl. sk. ísl. daufur og fír. dub ‘svartur’. Í nísl. merkir dúfa einnig ‘ýsumagi’ og er e.t.v. af sama toga og fuglsnafnið og á þá líkl. við (blásvartan) litinn.


2 dúfa kv. ‘alda, bylgja; ein af Ægisdætrum’. Efalítið sk. so. dúfa (3) og dýfa og á við bylgjuhreyfinguna.


3 dúfa s. ‘kafa, dýfa (sér); hossast upp og niður, bylgjast til’; sbr. nno. og sæ. duva, d. duve ‘dýfa,…’, fær. duffa ‘rugga, velta’, fe. dūfan (st.s.) ‘kafa, sökkva’. Sk. deyfa (2), mhþ. tobel ‘skógardalur, gjá’, fno. örn. Dofrar og ísl. deypa og djúpur (ie. *dheub(h)-, *dheup-). Sjá dúfla og dýfa.


Dúf(u)r k. dvergsheiti (í skáldamáli). Líkl. sk. so. dúfa og merkingin sennilega ‘hinn bogni’ eða e.t.v. fremur ‘sá sem stingur sér undir yfirborðið, hverfur öðru hverju’ e.þ.h.