Dag fannst í 7 gagnasöfnum

Dagur Karlmannsnafn

dagur Karlkynsnafnorð

dagur -inn dags; dagar dagur íslenskrar tungu; góðan dag!; allan daginn; frá degi til dags; nú á dögum; dag|strit; dags|sigling

Dagur Dag, Degi/Dag, Dags Dags|dóttir; Dags|son

dagur nafnorð karlkyn

sólarhringur

virkur dagur

venjulegur dagur sem er hvorki frídagur né helgidagur, hversdagur

<koma til borgarinnar> að kvöldi dags

venjulegur dagur sem er hvorki frídagur né helgidagur, hversdagur

<halda fund> að morgni dags

venjulegur dagur sem er hvorki frídagur né helgidagur, hversdagur

<salan eykst> dag frá degi

venjulegur dagur sem er hvorki frídagur né helgidagur, hversdagur


Sjá 2 merkingar í orðabók

dagur no kk
vorlangan daginn
eiga erfiða daga
í allan dag
hafa <aðeins> til dags og nætur
hafa aðeins til dags og nætur
Sjá 293 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Orðin dags hríðar spor er forn kenning sem merkir: sár. Orðið hríð merkir: árás, áhlaup. Spor eftir dags árás er því sár.

Lesa grein í málfarsbanka


Karlmannsnafnið Dagur beygist á annan máta en samsvarandi karlkynsnafnorð:
nf. Dagur
þf. Dag
þgf. Dag/Degi
ef. Dags


Lesa grein í málfarsbanka


Merkingarmunur er á því hvort heiti vikudags er haft í þolfalli eða þágufalli á eftir forsetningunni á. T.d. þegar sagt er á sunnudag(inn) er átt við síðastliðinn eða næstkomandi sunnudag en á sunnudeginum er átt við dag í dagaröð fjær í tíma í fortíð eða framtíð.

Lesa grein í málfarsbanka


Vel gengur að segja engir dagar eru eins.

Lesa grein í málfarsbanka


Það hefur færst mjög í aukana að orðin í dag séu notuð í of víðri merkingu miðað við íslenska málhefð. Yfirleitt fer betur á að segja: nú á dögum, núna, .

Lesa grein í málfarsbanka


Það er orðin föst venja í málinu að segja góðan daginn. Kveðjan góðan dag getur ekki talist rétthærri en er ef til vill aðeins formlegri. Áþekkur munur er á kveðjunum gott kvöld og góða kvöldið. Annars notar fólk þessar kveðjur jöfnum höndum og oft eins og önnur sé svar við hinni.

Lesa grein í málfarsbanka


Allir dagar ársins, hvort sem þeir eru hátíðisdagar eða einhverjir aðrir dagar, eru ritaðir með litlum staf: sunnudagur, sumardagurinn fyrsti, jóladagur, annar í jólum, þrettándinn, skírdagur, föstudagurinn langi, sjómannadagurinn, öskudagur, dagur íslenskrar tungu, háskóladagur, dagur frímerkisins, alþjóðlegi staðladagurinn, umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna o.s.frv.
Undantekning frá þessu er ef nafn dagsins er dregið af sérnafni: Þorláksmessa, Jónsmessa, Mikjálsmessa. Sjá § 1.3.3.3 í Ritreglum. Vikudagar fornir og nýir eru þó alltaf ritaðir með lágstaf þótt þeir séu dregnir af sérnafni: föstudagur, týsdagur. Sjá § 1.3.2 c í Ritreglum.

Lesa grein í málfarsbanka

sólarhringur
[Eðlisfræði]
samheiti dagur
[enska] day

Dagur
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] Day

dagur
[Stjörnufræði]
[enska] day

Dag- forliður mannanafna eins og Dagbjartur, Dagbjört, Dagfinnur, Dagný, Dagstyggr, sbr. og pn. Dagur. Sjá dagur.


dagur k. ‘tíminn frá sólarupprás til sólarlags, almanaksdagur, sólarhringur’; sbr. fær. dagur, nno., sæ. og d. dag, fe. dæg, fsax. dag, fhþ. tac, ne. day, nhþ. tag, gotn. dags. Orðið er samgerm., en virðist ekki eiga sér beina samsvörun í öðrum ie. málum, það er oftast talið sk. lat. favilla og gr. téphrā ‘aska’, fi. dāha- ‘hiti, eldur’, fír. daig ‘eldur’ og fprússn. dagis ‘sumar’, af ie. *dhegh- ‘brenna’. Skyldar orðmyndir eins og dægn og dægur benda til fornrar r/n-stofna beygingar. Því hafa sumir ætlað að hér væri á ferð hið ævagamla ie. dagsheiti sem svarar til fi. áhar, áhan-, áhas, en hefði fengið upphafs-d(h) frá merkingarskyldum orðum af ie. *dhegh- ‘brenna’ ‒ eða frá undanfarandi fn.: *tod Haǵhr > *to(d) dHaǵhr > *dhaghr. Af dagur er leidd so. daga ‘birta af degi’, sbr. fær. og nno. daga, d. dages, fe. dagian ‒ og viðsk. -dagi í eindagi, bardagi, svardagi o.fl. Sjá dægn, döglingur, dögurður og Dag-.