Danr fannst í 1 gagnasafni

Dana kv. konunafn, eiginl. ‘dönsk kona’, sbr. örn. Dönustaðir; sbr. Dan(u)r k. † karlmannsnafn og aukn., eiginl. ‘danskur maður’. Sjá Dani. Einnig þekkist nafnmyndin Dan k. karlmannsnafn. Dana tæpast tökunafn tengt fír. gyðjuheitinu Dana.


Dani, †Danr k. ‘danskur maður’; Danir k.ft. ‘danska þjóðin’; Danmörk kv. ‘land Dana’. Uppruni orðanna ekki fullljós og ekki öruggt hvort orðstofninn dan- á í öndverðu fremur við landið en þjóðina. E.t.v. merkir orðið Danir upphaflega ‘sléttu- eða láglendisbúar’ og Danmörk ‘markland Dana eða landamæri’; sbr. mlþ. dene ‘skógivaxið dalverpi, lægð, tjaldbúðastæði’, fe. denn ‘dýrabæli, hellir’, fi. dhánu- ‘sandbakki, eyja,…’. Af Dani er leitt lo. danskur (< *daniska-).