Djornum fannst í 1 gagnasafni

Djo̢rnum (þgf.ft.) fno. örn.; sbr. nno. Djønne (frb. jødno) (Ullensvang og Kvam, Hörðal.). Uppruni allsendis óviss. S. Bugge (í NE, 29) giskaði á að bæjarheiti þetta væri upphaflega árheiti: *Dý-o̢rn leitt af með viðsk. -o̢rn (sbr. -erni). Ólíklegt. Sennilegri er tilgáta M. Olsens (í NG XI, 462) um tengsl við fe. darian ‘leynast’, holl. bedaren ‘lægja (um vind og veður)’, sbr. fi. dhāráyati ‘heldur, ber, styður’. *Djo̢rn þá < *dernō, sbr. fsax. derni ‘falinn, hulinn’ < *darnia- (hljsk.).