Dresvarpur fannst í 1 gagnasafni

Dresvarp(u)r k. †Óðinsheiti. Uppruni óviss. Samkvæmt H. Falk (1924a:6) af físl. dres ‘hroki’, sbr. jó. dræsel ‘bardagi’ og so. að varpa. Ólíklegt; dres ‘hroki’ er óþekkt orð í ísl., dreiss (s.m.) kemur fyrir, en er líkl. tiltölulega ungt to. E.t.v. merkir dres í Dresvarp(u)r róg eða þvætting, sbr. ísl. drasa og dræsa, nno. drøsa ‘þvættingur, fleipur’; dres þá < *drasja- eða *drasjō, sbr. nno. dres ‘lítilfjörlegt starf, dútl’. Sé rétt til getið að dres merki róg á nafnið Dresvarp(u)r við það að Óðinn þótti rægja menn saman til víga.