Durnir fannst í 1 gagnasafni

durnir, Durnir, Dúrnir k. ‘durtslegur maður; hvalur, búrhveli; dvergsheiti og risaheiti (í fornu skáldamáli)’. Dvergsheitið er efalítið elst, merkingin ‘durtur’ hefur æxlast af því, sbr. durgur og hugmyndir manna um lunderni og viðmót dverga og durnis-heitið á búranum eða búrhvelinu sem er felunafn, sbr. að búri merkti bæði ‘búrhveli’ og ‘durtur’. Durnir er líkl. sk. Duri (Dúri) og Durinn og stofnsérhljóðið sennil. stutt, sbr. dóri og dornir (jötunsheiti í fornum rímum) og e.t.v. eru öll þessi orð af sömu rót og dorma og dúr (1), sbr. rússn. ksl. durĭnŭ ‘flónslegur’, rússn. durak ‘heimskingi’, pól. dur ‘deyfing, dvali, dá’. Síður sk. dorra (2), dorri (1) og durtur.