Dyn fannst í 6 gagnasöfnum

dyn Hvorugkynsnafnorð

dynja Sagnorð, þátíð dundi

dynur Karlkynsnafnorð

dyn -ið dyns; dyn

dynja dundi, dunið þótt óveður dynji/dyndi yfir

dynur -inn dyns; dynir í hörðum dyn

dynja sagnorð

<óveðrið> dynur yfir

óveðrið kemur á, brestur á


Sjá 3 merkingar í orðabók

dynur nafnorð karlkyn

hávaði, niður

ekkert heyrðist nema dynurinn í fossinum


Fara í orðabók

dynur no kk
leita dynum og dynkjum

dyn
[Læknisfræði]
[enska] dyne

dynur kk
[Læknisfræði]
samheiti óhljóð, þytur
[skilgreining] Hljóð sem heyra má við hlustun, einkum æðahlustun, og stafar af truflun í blóðflæði.
[enska] bruit

1 dyn h. (17. öld) ‘viðhöfn, dálæti, hrós,…’: hafa (gera) d. með, setja d. á (upp á) e-n; dyna s.: d. með e-n ‘láta mikið með e-n’. Sjá den og dynur.


2 Dyn kv. † eyjarnafn (í þulum); sbr. nno. Dønne og árheitið dyn (í þulum), sbr. nno. Dønna, Dyndal o.fl. Sk. so. dynja, sbr. fossnafnið Dynjandi.


dynja s. ‘hlymja, drynja; steypast fram (niður)’; sbr. fær. og nno. dynja, fsæ. dynia, gd. dunne, dønne, fe. dynnan ‘bergmála’, mhþ. tünen, dünen ‘drynja’. Sjá dynur.


dynur k. ‘hlymjandi skark eða hávaði, dunur; dálæti, viðhöfn (sbr. dyn h.)’; sbr. fær. dynur, nno. dyn, dun k., sæ. don, dön, d. døn, fe. dyne ‘hávaði’, og nno. dyn, dun ‘álit, myndugleiki’; dynur < *dunja-z eða *dunju-z, sk. fi. dhvánati ‘óma, hljóma’, dhúni- ‘dunandi, niðandi’, gr. thýnō ‘ég æði’. Sjá duna, dúni, dunka, dúnn (2), dunsuður, dynja og dynkur. En sum þessara orða eins og dynja og dynur hafa í málvitund fólks tengst orðum af germ. *den-, ie. *dhen- ‘berja’ eins og t.d. denta, dynta, dengja og danka, þar sem merking og hljóðfar var svipað.