Dyraþrór fannst í 1 gagnasafni

Dyraþrór, Duraþrór k. † hjartarheiti (í skáldamáli). Uppruni óljós. Viðliðurinn þrór kemur m.a. fyrir sem galtar- og Óðinsheiti og gæti merkt ‘hinn þriflegi, vöxtulegi’ e.þ.u.l., en óljóst er hvað forliðurinn dura- eða dyra- á hér við.