Eik fannst í 7 gagnasöfnum

Eik Kvennafn

eik Kvenkynsnafnorð

Eik Kvenkynsnafnorð, götu- eða bæjarheiti

eik -in eikar/eikur; eikur eikar|borð

Eik Eikar Eikar|dóttir; Eikar|son

eik nafnorð kvenkyn

ættkvísl hávaxinna lauftrjáa; smíðaviður úr slíkum trjám


Fara í orðabók

Eik: Nf.et. eikur eða eikar.

Lesa grein í málfarsbanka


Kvenmannsnafnið Eik beygist á annan máta en samsvarandi kvenkynsnafnorð:

nf. Eik
þf. Eik
þgf. Eik
ef. Eikar


Lesa grein í málfarsbanka

eik
[Nytjaviðir]
samheiti eikartré
[færeyska] eik,
[hollenska] eik,
[japanska] ko-mara zoku,
[danska] eg,
[enska] oak,
[finnska] tammet,
[franska] chêne,
[latína] Quercus,
[þýska] Eiche,
[sænska] ek

sumareik kv
[Plöntuheiti]
samheiti brúneik, eik, stofneik
[enska] English oak,
[norskt bókmál] sommareik,
[latína] Quercus robur,
[franska] chêne pédonculé,
[sænska] sommarek

1 eik kv. ‘sérstök trjátegund, tré af beykiætt (quercus); †skip; káleik’; eiki h. ‘eikarskógur, eikitré; skip (eiginl. úr eik)’; eikja kv. ‘smábátur, ferja; eintrjáningur (úr eik)’; eikinn l. ‘eikarkenndur, úr eikarviði’. Sbr. nno. eikje kv., sæ. eka, d. ege ‘(flatbotnuð) fljótaferja’ og fe. ǣcan, fhþ. og nhþ. eichen ‘úr eik’. Trjáheitið eik, fær. og nno. eik, sæ. ek, d. eg, fe. āc, fhþ. eih (ne. oak, nhþ. eiche) er líkl. sk. gr. aigílōps ‘eikartegund’ og e.t.v. líka lat. aesculus ‘fjallaeik’ (< *aig-sklos?), sbr. og gr. krát-aigos ‘trjátegund’ (harðeik?). Sumir ætla að eik sé sömu ættar og eikinn (s.þ.) (af ie. *aig- ‘hrista’) og merki upphaflega ‘þrumu- eða óveðurstré’. Vafasamt. Ath. fura~(1).


2 eik kv. (19. öld) ‘þráðargarður á hnykli’; sbr. nno. eik ‘mjótt þráðalag á hnykli; skreppa í hespu; skíðafar’. Skvt. A. Torp víxlmynd við reik (1) ‘skipting í hári; eik á hnykli’ orðin til við ranga atkvæðisskiptingu; *þráðar-reik > þráðar-eik, *hár-reik > hár-eik, *öndur-reik > öndur-eik o.s.frv., sbr. *hvann-jóli > hvann-njóli.