Eikinskjaldi fannst í 1 gagnasafni

Eikinskjaldi k. † dvergsheiti; líkl. ‘sá sem ber eikarskjöld’, sbr. eikinn ‘úr eikarviði’; Eikintjasna kv. † ambáttarnafn (í skáldamáli), eiginl. ‘eikarþollur’ eða ‘eikarstaur’, sbr. tjasna (s.þ.) og ætti nafngiftin þá við stirðbutru, ɔ stirða og klunnalega konu. Skvt. Jan de Vries á nafnið sk. við eikinn ‘ofsafenginn’ og nno. tjasen ‘málugur’ og merkir ‘hin ólma’ eða ‘lostafulla’. Vafasamt, með því að j-ið í nno. orðinu er líkl. ungt innskot og upphafshljóð þess ekki öruggt (t eða þ?); Eikþyrnir k. nafn á (goðsögulegum) hirti. Oftast er talið að nafnið eigi við eikarkennda hornbrodda eða eikargreind horn dýrsins, en eins gæti verið að skepnan væri kölluð þyrnir eða þorn trésins (Læraðs) sem það nagaði.