Eitill fannst í 6 gagnasöfnum

eitill -inn eitils; eitlar meinsemd í eitli; eitil|vefur; eitla|fár

eitill nafnorð karlkyn líffræði/læknisfræði

lítið líffæri sem hreinsar gerla og fleiri agnir úr sogæðavökvanum


Sjá 2 merkingar í orðabók

eitill kk
[Ónæmisfræði]
[skilgreining] baunlaga líffæri úr eitilvef sem síar vaka úr vessa og kemur af stað ónæmissvari gegn þeim
[skýring] Eitill skiptist í börk og merg, og er umlukinn stoðvefshjúpi. Eitlar eru einkum þar sem tvær eða fleiri vessaæðar koma saman og mynda eina stærri.
[dæmi] Náraeitlar, holhandareitlar, garnahengiseitlar, hálseitlar, miðmætiseitill
[enska] lymph node

eitill kk
[Læknisfræði]
[skilgreining] Einn af fjölmörgum litlum, kúlu- eða egglaga eitilvefjamössum sem tengjast eitilæðum (vessaæðum) líkamans og taka við vessa.
[enska] lymph node,
[latína] nodus lymphoideus

eitill k. (17. öld) ‘kirtill; harður smáhnúður í viði eða grjóti’; sbr. nno. eitel (s.m.), fær. eitil ‘kirtill’, sæ. máll. ajtul, ät(t)jel, eitel (s.m.), mhþ. eizel ‘smákýli’; smækkunarorð, sbr. mhþ. eiz ‘kýli’, e.t.v. sk. fe. āte, ǣte ‘hafrar; illgresi’, ne. oats. Sbr. ennfremur gr. oĩdos ‘bólga’, af ie. *oid- ‘svella, þrútna’. Í físl. kemur fyrir Eitill k. sækonungsheiti, eiginl. ‘hinn eitilharði’ eða ‘hvasseygði’; sbr. nno. eitel ‘hörkumenni’ og nísl. eitill k. ‘ljós (hörku)blettur í hestsauga’. Af eitill er leidd so. að eitla ‘horfa hvasst á, hvessa, herða; vætla’. Sjá eista og eitur.