Eitri fannst í 6 gagnasöfnum

eitra eitraði, eitrað eitra fyrir keisarann; eitra lífið fyrir honum

eitur eiturs; eitur eitur|byrlun

eitra sagnorð

fallstjórn: þágufall/þolfall

dreifa eitri, gera (e-ð) eitrað

mengunin eitrar vatnið í ánni

sektarkenndin eitraði líf hans

eitra fyrir <rottum/rottur>


Fara í orðabók

eitur nafnorð hvorugkyn

mjög hættulegt eða skaðlegt efni

<nöldur> er eitur í <hans> beinum

hann þolir ekki nöldur


Fara í orðabók

eitra so
<gagnkvæm tortryggni> eitrar <samstarfið>

eitur no hvk

Talað er um að eitra fyrir einhvern (þf.) eða einhverjum (þgf.). Kallað var á meindýraeyði til að eitra fyrir minkinn eða minknum.

Lesa grein í málfarsbanka


Í síðasta pistli var vikið að því að sögnin farast í merkingunni ‘vegna, farnast’ var notuð ópersónulega í fornu máli og vísar hún reyndar jafnan til ferða á sjó, t.d.:

Þeim ferst vel þar til þeir fá sýn af Grænlandi (ÍF XIV, 131 (1450–1500));
Bárður lætur nú í haf og ferst vel (ÍF XIV, 142 (1450–1500));
Frá ferð Bárðar er það að segja að honum ferst einkar vel (ÍF XIV, 146 (1450–1500));
honum þykkir mikið undir að þeim færist vel (ÍF III, 282 (1300)).

Í síðari alda máli hefur merking og vísun sagnarsambandsins e-m ferst e-ð (ekki) breyst, merkingin getur verið ‘e-ð fer e-m (ekki) vel’, t.d.:

Þér ferst ekki [‘það fer þér ekki vel’] að gagnrýna aðra;
Mér ferst ekki vel að vera erindreki þessa málefnis, sem ég þó svo feginn hefði viljað eiga þátt í (LKrVestl I, 164 (1840)).

Fyrri hluti lo. farsæll er af sama meiði og so. farast og vísar það einnig til ferða.  Það er einkum notað í tvenns konar merkingu:

(1) ‘sem vegnar vel í förum’, t.d.:

hann [Þórarinn rammi] hafði lengi verið í förum og svo farsæll að hann kaus sér jafnan höfn þar er hann vildi (m14 (ÍF VIII, 257)).

(2) ‘góður, happasæll’, t.d.:

*gefðu síðasta útför [‘brottför af þessum heimi; andlát’] mín  / verði friðsöm og farsæl mér, / frelsuð sál nái dýrð hjá þér (m17 (HPPass XLIX, 19)), sbr. enn fremur:

Það er mannsins eðli að þola stundum stór áföll en fagna stundum af farsællegum hlutum, bogna fyrir harðrétti, rísa því næst upp við afturfenginn tíma (Alex 80 (1280)) (Daríus Persakonungur) og
Óverður er sá farsældar er hann vill ekki þola það sem hart þykir (AlexFJ 16 (1280)).

***

Í fréttum (16.5.17) var sagt frá erlendum fyrirlesara sem taldi að eitrað hefði verið fyrir sig. Sama morgun hlustaði ég á einhvers konar spjallrás í útvarpinu þar sem þetta var rætt. Allmargir hringdu og allir töluðu um að eitrað hefði verið fyrir manninum. Ég hef vanist því að nota þf. með sögninni eitra og ég skynja hreyfingu, þ.e. eitra fyrir refinn ‘leggja eitur fyrir refinn’. Aðrir kjósa að nota þgf. og skynja þá væntanlega óþágu (óhag), þ.e. eitra fyrir refnum. Hér toga merkingarskyldar sagnir í (spilla, skemma, eyðileggja ... fyrir e-m). Breytingin eitra fyrir e-n > eitra fyrir e-m er allgömul, sbr.:

Reykingamenn hafa engan rétt til að eitra fyrir öðrum (Heilbr.mál 1.1.1976, 36);
en það hefur enginn rétt til að eitra [andrúmsloftið] fyrir öðrum (Eimr 1975, III).

Í nútímamáli er málnotkun nokkuð á reiki hvað þetta varðar, t.d.:
 
hefðu verið grunaðir um manndráp, að hafa eitrað fyrir saklaust fólk á bæ einum í grennd (m20 (HPétJarð 152));
eitra fyrir fjölskyldu þína (Vikan 5.10.1989, 1);
eitra fyrir refi og minka (Búnr 1.1.1969, 178);
eitra fyrir e-n (SBl);
í hrossaketi er líka eitrað fyrir tóur (f20 (Safn III, 112)).

Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir kettinum (18.11.16, 8);
Bendir allt til að eitrað hafi verið fyrir honum (24.11.06);
Ég fæ líka alls konar ranghugmyndir um ... að það sé verið að eitra fyrir mér (EMGRiml 68);
losna við þessa plágu [maura] með því að eitra fyrir henni (Tíminn 18.11.1982, 1).

Undirrituðum virðist hvort tveggja rétt, eitra fyrir e-n og eitra fyrir e-m. Breytt merking eða breyttur skilningur veldur breytingunni.

***

Um miðja 16. öld (1530) þýddi Björn Þorleifsson úr þýsku sögur af heilögum mönnum og kom það út í tveimur bindum á vegum Árnastofnunar í Kaupmannahöfn: Reykjahólabók. Islandske helgenlegender. Udg. af Agnete Loth. Kbh. 1969–70. I-II. Þýðingin getur ekki talist góð, jafnt beygingarfræði sem setningafræði er stórlega gölluð, en samt hlýtur verkið að teljast stórmerkileg heimild um málsögu og orðfæri síns tíma. Til gamans skal sýnt örstutt sýnishorn úr Reykjahólabók, stafsetning er færð til nútímans:

fyrir því kæri bróðir að þér vitið það vel, að hversu mektugur [‘voldugur’] [‘sem’] hver er hér á jörðu, þá á maðurinn þó héðan og hefur þá öngvan hlut með sér nema verk sín hvort þau eru góð eða illa en alla aðra hluti aðra lætur hann hér eftir (Reyk I, 305).

Er þetta ekki allt satt og rétt?  Með öðrum orðum sagt: það sem maðurinn hefur með sér er góður orðstír (eða illt orðspor), annað ekki því að engir vasar eru á líkklæðunum.

Jón G. Friðjónsson, 27.5.2017

Lesa grein í málfarsbanka

eitur
[Læknisfræði]
[skilgreining] Efni sem í tiltölulega smáum skömmtum hefur þau áhrif að deyða lífveru eða skadda verulega starf eins eða fleiri líffæra hennar eða vefja.
[enska] poison

eitur
[Læknisfræði]
[enska] venom,
[latína] venenum

eitur
[Læknisfræði]
[enska] toxicant

eitur
[Læknisfræði]
[skilgreining] Hvert það eiturefni sem plöntu- eða dýrafrumur mynda. Sum bakteríueitur, svo sem barnaveiki- og stjarfakrampaeitur, losna auðveldlega frá frumunni (úteitur), önnur eru í nánum tengslum við frumuna (inneitur).
[skýring] Mörg eitur eru prótin sem geta í mönnum og dýrum örvað myndun afmagnandi móteiturs eða mótefna.
[enska] toxin

eitur hk
[Ónæmisfræði]
[skilgreining] eitur framleitt af dýri, plöntu eða örveru, þó oftast átt við eiturprótín bakteríu
[enska] toxin

eitur
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] poison

eitur
[Lyfjafræði - lyfjastofnun]
[enska] venom

eitur
[Lyfjafræði - lyfjastofnun]
[enska] toxin

eitur h. ‘ólyfjan; †beiskur drykkur’; sbr. fær. eitur, nno. eiter, sæ. etter, d. edder, fe. āt(t)or, ǣtor, fhþ. eit(t)ar (< *aitra-), gr. oĩdos ‘bólga, kýli’, oidáō ‘bólgna’, fsl. jadro ‘bólgnun’, jadŭ ‘eitur’ (< *oidos). Forl. eitur- er stundum hafður í herðandi merkingu, t.d. eiturkaldur, eiturklár. Af eitur er leidd so. eitra ‘blanda eitri’; Eitri k. dvergsheiti (sá lyfja- eða eiturfróði); eitrung(u)r k. † ‘eiturslanga’ og eiturkveita kv., sjá kveita (1). Eitri k. er líka fjarðarnafn, sbr. nno. Eiterfjorden, e.t.v. af árh. *Eitra ‘hin sviðkalda; uppbólgna’?