Epjuteigur fannst í 1 gagnasafni

epja kv. (18. öld) ‘for, bleyta; nepja, hráslagi; rotnaðar leifar af e-u, t.d. hræi; klípa, ógöngur; teygja í skinni; glypjulegt efni eða flík’; epja(st) s. ‘blotna og aflagast (um skó), mistogna (um efni)’; epjulegur l. ‘bleytu- eða forarkenndur; glypjulegur; kulda- eða hráslagalegur’; Epjuteigur k. nafn á engjateig. Upphafl. merk. orðsins er sýnilega ‘bleyta’ eða ‘for’ og hin merkingartilbrigðin æxlast þaðan, kuldamerkingin af hráslaga, ógöngurnar af forarmýri eða svaði, sbr. að komast í flá, ɔ í klípu eða ógöngur. Epja er líkl. sk. fno. árheitunum *Apa og *Appa, sbr. Öpudalur, Öppudalur (og e.t.v. Apavatn), sbr. -ap, -ep í vgerm. árnöfnum; e.t.v. sk. lat. amnis ‘fljót’ (< *abn-), mír. ab, abann, fi. ā̆p- ‘vatn’; ie. *ā̆p-, *ab-. Ath. apast, ypjast, æpast (um skó).