Erlandr fannst í 1 gagnasafni

erlendur, †ørlendr l. ‘útlendur, úr öðru landi’; < *uzlandia-. Í vgerm. tíðkaðist svipuð orðmynd, en með öðrum forlið, sbr. fhþ. elilenti, fe. ellende ‘utanlands, (rekinn) í útlegð’ og no. fær svo merk. ‘útlegð, neyð’, sbr. nhþ. elend; um forlið þessa orðs sjá elja (1). Ýmsir telja að karlmannsnafnið Erlendur sé s.o. og lo. erlendur, ørlendr og merki í öndverðu útlendan mann, en ekki er það öruggt. Nafnið kemur fyrir í nokkrum afbrigðum, sbr. fnorr. Erlandr, Erlindr, fsæ. og fd. Erland, Erlend, og sumir ætla að það sé sk. Erlingur og jarl og enn aðrir að forliðurinn sé *arja-, sbr. arjosteʀ (á frnorr. rúnar.) og nafnið tákni mann úr landi *arja ɔ hinna tignu eða ágætu. Vafasamt.