Fala fannst í 6 gagnasöfnum

fala falaði, falað fala eitthvað til kaups

falur 1 -inn fals; falir með flötum fal

falur 2 föl; falt hesturinn er ekki falur

fala sagnorð

fallstjórn: þolfall


gamalt

biðja um (e-ð) (einkum til kaups)

hann falaði hestinn af nágranna sínum

fala sér <skiprúm>


Fara í orðabók

falur lýsingarorð

til sölu

bókin er ekki föl fyrir nokkurn pening


Fara í orðabók

falur lo
gera vöru sína fala

Eitt af fjölmörgu sem eykur fjölbreytni og fegurð íslenskrar tungu er að líta má á sama hlut eða verknað frá ólíkum sjónarhornum. Sem dæmi má nefna að heimildir sýna að í elsta máli lögðu menn af stað, síðar breyttist það og menn tóku að leggja á stað (algengast í þjóðsögum) og núna munu flestir kjósa að leggja af stað. Merkingarmunur er lítill sem enginn, ekki skiptir máli hvort vísað er til þess staðar sem farið er frá (leggja af stað) eða þess staðar sem halda skal á (leggja á stað). Svipuðu máli gegnir um fjölmörg orðasambönd, í einn stað kemur hvort sem steinn veltur niður í fjöru eða ofan í fjöru.

Forsetningingetur vísað til kyrrstöðu á stað og merkir þá nánast ‘hjá’, t.d.:

Ari nam og marga fræði að Þuríði Snorra dóttur goða og hann hafði numið af gömlum mönnum og vitrum.

Hér er ugglaust algengast að nota fs. af eða hjá. En lengi gætir gamalla siða því að hin forna mynd fala e-ð að e-m lifir samhliða yngri myndinni fram á 19. öld:

falaði að þeim gripina (m19 (SkGSkv 51));
fala e-ð að e-m (Snp I, 56 (1835));
*Einn þá vill að öðrum fala, / ærið fagurt kann að tala, / teygir síðan tungu’ úr hvopt (ms17 (HPNLjóð 6)).

Yngri myndin er nánast einhöfð í þjóðsögum:

kóngi þykir taflið firna fagurt og falar það af honum (ÞjóðsJÁ II, 482);
þess erindis að fala smjör af honum (ÞjóðsJÁ V, 361);
Heimabóndi fer nú og falar kvörnina af bróður sínum (ÞjóðsJÁ II, 12).

Breytingin að > af í slíkum samböndum er forn (um 1300) og sjá má af eftirfarandi dæmum úr Sverris sögu:

Nemi þér að mér því að eg er mjúklátur og lítillátur í hjarta mínu og munu þér finna hvíld öndum yðrum (s14 (Matt 11, 19 (Flat III, 164)));
Nemi þér af mér því að eg em mjúklátur og lítillátur í hjarta mínu og munu þér finna hvíld sálum yðrum (Matt 11, 19 (Sv 22 (1300))).

Jón G. Friðjónsson, 31.10.2015

Lesa grein í málfarsbanka

falur kk
[Læknisfræði]
samheiti beinfalur
[skilgreining] Sá hluti beinskafts sem liggur næst beinkasti. Á vaxtarskeiði fer beinvöxtur þar fram.
[latína] metaphysis,
[enska] metaphysis

falur
[Raftækniorðasafn]
samheiti peruhalda
[sænska] lamphållare,
[þýska] Fassung,
[enska] lamp holder

falur
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Til kaups.

1 fala s. ‘sækjast eftir, biðja um til kaups’; falur l. ‘sem fæst (til kaups), er til sölu’. Sbr. nno. fala ‘kaupslaga um, taka á leigu’, sæ. máll. fala, gd. fale ‘bjóða í e-ð’, fsæ. og sæ. máll. falka (s.m.). Sbr. ennfremur fær. falur, nno., sæ. máll. og d. fal ‘sem er til sölu’. Sk. fhþ. fāli ‘sem er til kaups’ (hljsk.), gr. pōleĩn ‘selja’ (hljsk.), fi. paṇa- (< *palna-) ‘veð, leiga’, rússn. polón, fsl. plěnŭ ‘herfang’, lith. pel̃nas ‘laun’. Sjá fölur (2).


2 Fala kv. fno. árheiti; sbr. nno. Fulu (Odal). Nafnið virðist einnig koma fyrir í Svíþjóð, sbr. Faludalr og Falufjall. Nafnið á e.t.v. skylt við lo. fölur.


1 falur k. ‘skafthólkur á spjótsblaði; blaðgróp á hníf’; sbr. nno. fal, fale, d. fal (s.m.), sæ. máll. fal, fala ‘handarhald’, fe. fealh ‘hólkur, rör’; < *falha-, líkl. sk. fela (2) fremur en felga.


2 falur k. (nísl.) ‘dragreipi, taug eða kaðall til að draga upp (eða fella) segl’. To. úr d. fald (s.m.), sk. falla og fella (3).


3 falur k. † dvergsheiti (í skáldam.); líkl. sk. fela (2); einnig Falur pn.


4 falur l. ‘sem er til sölu’. Sjá fala (1).