Fani fannst í 1 gagnasafni

Fani k. fno. bæjar- eða byggðarheiti; sbr. nno. Fane (Hörðal.) og fno. Fana-Keli k. auknefni manns sem hefur líkl. heitið Þorkell. Orðstofn þessi (fan(i)) kemur fyrir í ýmsum norr. (no., sæ. og d.) örn. og er sömu ættar og fen (s.þ.).


1 fáni, †fani k. ‘flagg’; sbr. gunnfani ‘stríðsfáni’. Sbr. nno., fsæ. og fd. fana, gd. fane. Líkl. to. úr mlþ. vane, sbr. fsax. og fhþ. fano (og gundfano), fe. fana (og gūð-fana) og gotn. fana ‘klæðisbútur, dúkur’. Sk. lat. pannus ‘klútur, klæðisbútur’, gr. pē̃nos ‘ívafsþráður’, pé̄nē ‘vefur’, fsl. o-pona ‘forhengi’, af ie. *pā̆n- ‘vefa’. Sjá fána (1). Af fáni er líkl. leitt lo. fánastór ‘mjög stór’.