Feðjar fannst í 1 gagnasafni

Feðja kv. árheiti (í skáldam.); sbr. nno. Feios, mno. Fedhioos (1475), eiginl. Feðjuós; sbr. og fno. Feðjar kv.ft. byggðarsvæði, nno. Fedje (Leikangur, Hörðaland). Nöfn þessi eru líkl. sk. gotn. faþa ‘umgerð, girðing’ og mhþ. vade, vate ‘gerði’, sk. faðmur (s.þ.) og lúta nafngiftirnar e.t.v. að fiskistíflum eða varnargörðum. F. Holthausen tengir þessi árheiti við fjöður (s.þ.) og gr. potamós ‘fljót’. Ólíklegt. Sjá Föð.