Fenja fannst í 6 gagnasöfnum

fen Hvorugkynsnafnorð

fenja Kvenkynsnafnorð

fen -ið fens; fen fenja|mýri

fenja -n fenju; fenjur, ef. ft. fenja fenju|ætt

fen nafnorð hvorugkyn

pyttur í votlendi


Fara í orðabók

fen no hvk
draga <hann, hana> upp úr feninu

mýri
[Landafræði] (1.2.c)
samheiti fen, mýrarfen, mýrlendi
[enska] mire

fen h. ‘foræði, kviksyndi, botnlaust dý’; sbr. fær., nno. og d. fen, fe. fen(n), fsax. feni, fhþ. fenna, fennī, gotn. fani, ne. fen; fen < *fanja-. Sk. fprússn. pannean ‘mýri’, lettn. pane ‘haugvatn’, gall. anam (þf.) ‘dý’, sbr. og örn. Pannonia og fi. páṅka- ‘fen, mýri’. Sbr. einnig fe. fyne ‘raki’ (hljsk.) og nhþ. feucht ‘rakur’ (< *funh-t(i)a-). Af fen er leitt lo. fenjóttur. Sjá Fani, Fennar, fenring, Fenrir og Fensalir.


1 fenja kv. † örvarheiti (í þulum). Líkl. sk. fön og þá átt við fjaðraskúf eða fiðurfön aftast á örvarleggnum, sbr. fífa. Tæpast s.o. og Fenja (2), t.d. ‘hin hraðfara’ e.þ.h., sbr. örvarheiti eins og flugglöð og flugsvinn. Sjá fenna (1).


2 Fenja kv. tröllkonunafn (í Gróttas.: Fenja og Menja). Í nísl. merkir fenja kv. gangmikla og frekjulega konu og stygga og rásgjarna kind. Uppruni orðsins er öldungis óviss. Sumir hafa tengt það við fen og talið að Fenja merkti ‘sú sem hefst við í fenjum’. Aðrir hafa sett það í samband við sæ. máll. fanor ‘hismi, kornhýði’ og vitnað til mölunarstarfa ambáttanna. Og er hvorttveggja heldur ólíklegt. E.t.v. lægi nær að tengja nafnið við ísl. fön og ætti það þá við háralag skessunnar, sbr. Menja af mön? Ef nísl. merkingartilbrigðin og tröllkonuheitið eru runnin frá sameiginlegum merkingarkjarna (sbr. fála) gæti fenja hafa merkt tryllta eða gangmikla manneskju eða skepnu og e.t.v. átt skylt við fön, af ie. rót *pē-, *- ‘blása, þjóta’, eða verið í ætt við so. finna og fhþ. fend(e)o ‘göngumaður’; fenja þá < *fan(ð)jōn (sbr. syn < *sun(ð)jō, minjar < *men(ð)jō-). Allt vafasamt. Sjá fenja (1) og fenna (1 og 3).