Fenrisúlfr fannst í 1 gagnasafni

Fenrir k. nafn á goðsögulegum úlfi eða óvætti, einnig Fenrisúlf(u)r k. Uppruni óljós og óvíst um upphafl. mynd orðsins, t.d. hvort Fenrir er stytting úr Fenrisúlfur eða Fenrisúlfur samsetning úr Fenrir og úlfur. Skvt. A. Kock (1926:73) er myndin Fenrisúlfur upphaflegri < *fen-hrís-úlfur, ɔ úlfur fenjakjarrsins, en Fenrir síðari stytting. Aðrir ætla að Fenrir sé upphafl. myndin, en samsetningin yngri og sé orðið sk. fen, < *faniʀiaʀ eða *fanaʀiaʀ, leitt af -iz/-az-stofni (*faniz, *fanaz), sem annars eru engar traustar heimildir um. Sjá fen, Fennar og fenring.