Fjallarr fannst í 1 gagnasafni

1 fjall h. ‘hæð í landslagi sem gnæfir yfir umhverfið; afrétt til heiða’; sbr. fær. fjall, nno. fjell, sæ. fjäll, d. fjeld, fjæld (to. í e. máll. fell ‘klettur, hæð’). Líkl. sk. nhþ. fels, felsen, fsax. felis, fhþ. felis, felisa ‘klettur’; fjall þá < *felza-, e.t.v. sk. fír. all (< *pl̥so-) ‘klettur’, gr. pélla (Hesych.), fi. pāṣyá-, pāṣāṇá- ‘steinn’, e.t.v. af *pel- (*(s)phel-) ‘kljúfa’ og væri upphafl. merk. þá ekki ‘hæð’ heldur ‘steinn, flettugrjót, staður með flettugrjóti’. Af fjall er e.t.v. leitt pn. Fjallarr. Sjá fell (1); (fjall tæpast sk. sæ. fala ‘slétta, heiði’ af ie. *pel- ‘breiður’, upphafl. merk. ‘háslétta’).