Fjorgvinr fannst í 1 gagnasafni

Fjörgynn, †Fjo̢rgynn, †Fjo̢rgvinr k. nafn á norr. guði, föður Friggjar. Um dýrkun hans og hlutverk er annars ekkert vitað. Sumir ætla að þetta sé nafn á fornum þrumuguði, einsk. forvera Þórs; (< *fergunjaz), sk. lith. Perkú̄nas, fi. Parjánya-, frússn. Perunŭ ‘þrumuguð’, lettn. pè̄rkuons ‘þruma’, af ie. rót *per-, *per-g-, *per-k- ‘slá’, og sé gyðjuheitið (jarðarheitið) fjörgyn dregið af nafni hans (s.þ.). Aðrir telja aftur á móti að guðsheitið Fjörgynn sé ungt og leitt af Fjörgynjarnafni. Vafasamt.