Folló fannst í 1 gagnasafni

fold kv. ‘land, jörð; mosavaxið land á lágum fjöllum; vot, snöggvaxin graslág í fjalli; sléttlendis harðvelli’; sbr. fær. fold ‘land’ (skáldam.) og nno. fold, foll í örn., fe. folde, fsax. folda ‘jörð, land’, fhþ. Fuld- í örn. eins og Fuldaha árh.; < germ. *fulðō, *fulþō; (< ie. *pl̥tā), sk. fe., fsax., fhþ. og nhþ. feld, ne. field ‘akurreitur’ (hljsk.); sbr. ennfremur gr. platýs ‘breiður, flatur’, fi. pr̥thú- ‘breiður’, pr̥th(i)vī ‘jörð’, fsl. polje ‘slétta, akurflöt’ og fal- í örn. eins og sæ. Falun, d. Falster, þ. Ost-/Westfalen. Í fno. og nno. kemur Fold fyrir sem árheiti og fjarðarheiti, einkum um Oslófjörð (eiginl. ‘hinn breiði’), sbr. og fno. örn. eins og Foldabú, Foldarsýsla, Foldey og Folló. Sbr. og Foldungar k.ft. ‘menn frá Foldin eða Foldo’ og Foldi k. nafn á moldlegnum hring.


Folló kv. fno. staðarheiti; sbr. nno. Follo sem kemur fyrir sem bæjar- eða byggðarheiti á nokkrum stöðum í Noregi. Folló < Fold(ar)ló, af fold (s.þ.) og - ‘engi, skógarrjóður’ (s.þ.).