Fonn fannst í 1 gagnasafni

1 fönn, †fo̢nn kv. ‘snjór, snjóskafl (einnig sand- eða vikurskafl)’; sbr. fær. fann, fonn ‘snjór’, nno. fonn, fann kv., hjaltl. fann ‘snjóskafl’, sæ. máll. fan (s.m.). Líkl. < germ. *faz-ni- (kv.), af ie. *pē̆s- ‘blása’; upphafl. merk. ‘e-ð samanblásið eða -fokið’, sbr. lith. pusnìs ‘skafl, samanfokinn snjór’ af hliðstæðri (og skyldri) rót *p(e)us- ‘blása’ (sbr. fusk og fuss). Sjá fenna (2) og fösull.


2 Fo̢nn eða Fonn kv. (14. öld) fno. eyjarheiti; sbr. nno. Fodno, Fonno (Fitjahéraði, Hörðal.); sbr. og bæjarheiti á eynni: Suðr-Fo̢nn og Norðr-Fo̢nn. Talið hefur verið að eyjan taki nafn af minjum um tíð skriðuföll á eldri bænum ɔ Suðr-Fo̢nn og heitið s.o. og fönn (1) og á hér við jarðvegs- eða grjótrastir. (Annars mætti hugsa sér að eyjarheitið væri < *fanþō, sk. finna, og ætti við sléttlendi eða vegarslóð).