Fróð fannst í 6 gagnasöfnum

fróður fróð; frótt STIGB -ari, -astur

fróður lýsingarorð

sem veit margt

hann er geysilega fróður um fugla

verða margs fróðari

fá margt að vita, komast að mörgu


Fara í orðabók

upplýsingar kv ft
[Tölvuorðasafnið] (í upplýsingavinnslu)
samheiti fróð
[skilgreining] Vitneskja um fyrirbæri, svo sem staðreyndir, atburði, hluti, ferli eða hugmyndir, þar með talin hugtök sem hafa tiltekna merkingu í tilteknu samhengi.
[enska] information

upplýsingar kv ft
[Tölvuorðasafnið] (í upplýsingafræði)
samheiti fróð
[skilgreining] Þekking sem dregur úr eða eyðir óvissu um hvort tiltekinn atburður úr ákveðnu samsafni hugsanlegra atburða hefur gerst.
[skýring] Í upplýsingafræði ber að skilja hugtakið „atburður“ eins og það er notað í líkindafræði. Til dæmis getur atburður verið:
-- það að tiltekið stak er í ákveðnu mengi staka,
-- það að tiltekinn stafur eða tiltekið orð er í ákveðnu skeyti eða á ákveðnum stað í skeyti,
-- einhver þeirra mismunandi niðurstaðna sem tilraun getur leitt til.
[enska] information

Fróð- forliður í mannanöfnum, sbr. Fróðmar k. og Fróðný kv. Sjá Fróði, fróð(u)r (2) og Frómundr.


1 fróður l. ‘auðugur að þekkingu, fjölvís; †vitur’; sbr. fær. fróður (s.m.), nno. frod ‘vitur, spakur’, fsæ. frodher ‘fjölfróður’, fe. frōd, fhþ. frōt, fruot ‘hygginn, vitur’, gotn. froþs ‘vitur’. Sbr. gotn. fraþjan (st.)s. ‘skilja, komast að raun um’, fhþ. frad ‘ötull, dugandi’, fradalīh ‘frekur’, lith. prantù, pràsti ‘venjast e-u’, prõtas ‘skilningur’, lettn. prùotu, prast ‘skilja’. E.t.v. er fhþ. ant-frist (< *-pret-sti-) ‘skýring’ af þessum sama toga, en vafasamara um lat. interpres ‘túlkur’. Sjá fræða; ath. fróð(u)r (2).


2 fróð(u)r l. † ‘frjór, frjósamur’? (sbr. Háv. 141, Skírnism. 1 og 2). Merkingin er engan veginn örugg, gæti verið sama og í fróður (1). En menn hafa tengt orðið við sæ. frodig ‘þriflegur, gróskumikill’, sæ. máll. frode ‘feitur’, frod ‘gróska’, froda ‘fitna’, sæ. frodlem ‘getnaðarlimur’, mhþ. vruotec, vrüetec ‘gróskumikill, kröftugur’ og talið það sk. sæ. fradga ‘freyða’, fsæ. fradha ‘löður, froða’, mlþ. vratem, vradem ‘daunn,…’ (hljsk.); sbr. svipaða merkingu í nno. fraudig ‘gróskumikill, safaríkur’ og frodug ‘þroskaður, gróðurmikill’ sem leidd eru af frauð og froða. Vafasamt er engu að síður að skilja fróður (1) og fróð(u)r (2) (og sæ. frodig) að vegna fyrrgreinds merkingarmunar; upphafl. merk. orðstofnsins í fróður (1) er tæpast ‘fjölvís’, sbr. fhþ. frad ‘ötull’ og fradalīh ‘frekur’ og sbr. að mhþ. vruotec, vrüetec merkir ekki aðeins ‘gróskumikill’ heldur líka ‘snarráður, kátur og hraustur’, sbr. þ. máll. fruetig ‘glaður, hress, röskur, vaxtarfrjór (um plöntur), vatnsmikill (um uppsprettur)’, sbr. ísl. árh. Fróðá. Sjá Fróði; ath. Frók.