Freykja fannst í 2 gagnasöfnum

freykja kv. ‘gamlir fauskar í mó, lélegur mór og laus í sér, fauskamór; glypjulegt, gisið efni (vefnaður eða prjón), snúðlint band, lélegt hey; †vofa (v.l. við flyka í Grettis s.)’. Freykja kv. er líka gamalt nafn á Geirfuglaskeri í Vestm. Öll fyrrgreind merkingartilbrigði eru sýnilega af sömu rót runnin og freykja ‘vofa’ (í Grettis s.) getur því ekki átt neitt skylt við rússn. prygatь ‘hoppa’ (Jan de Vries) enda auðsæilega lastyrði um drauginn, ɔ drusla, lýja e.þ.h. Upphafl. merking orðstofnsins er sjáanlega ‘e-ð glypjulegt og frauðkennt’, og hann eflaust af sama toga og frauð og frugg; < germ. *frau-k-, *fru-k-. Líkl. er frauki ‘froskur’ (s.þ.) þessarar sömu ættar. Sjá frikja, frykja og froki. Af freykja er leitt lo. freykjulegur ‘glypjulegur, laus í sér’.