Frið fannst í 7 gagnasöfnum

friður -inn friðar fagna friði; stilla til friðar; vertu til friðs!; frið|flytjandi; friðar|ráðstefna

friður nafnorð karlkyn

friðarástand, það að stríði linnir

friður komst á þegar landið fékk nýjan forseta

semja frið við <hana>

stilla til friðar

vera til friðs


Sjá 2 merkingar í orðabók

friður no kk (friðsamlegt ástand)
friður no kk (næði, ró)

Friður: Ef. friðar (nema í orðasambandinu vera til friðs).

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er með farið að segja vita hvað til síns friðar heyrir. Ekki er þetta orðasamband þó svo niður njörvað að ekki sé rúm fyrir ýmis afbrigði, t.d. hún sá að þetta heyrði til hennar friðar.

Lesa grein í málfarsbanka


Í Fyrstu málfræðiritgerðinni svo kallaðri sem talin er vera frá 12. öld segir:

Skáld eru höfundar [‘upphafsmenn’] allrar rýnni [‘mállistar’] eða málsgreinar sem smiðir [smíðar] eða lögmenn laga.

Þessi orð koma mér oft í hug þegar ég rekst á orð og orðasambönd sem rekja má til tiltekins rithöfundar. Mér virðist t.d. blasa við að þessi sannindi eigi afar vel við um Halldór Kiljan Laxness. Hann er höfundur í orðsins fyllstu (og elstu) merkingu. Dæmi um þetta eru vitaskuld fjölmörg en hér skal litið á eina tilvitnun. Í Gerplu segir Þórelfur móðir Þorgeirs Hávarssonar:

Aldregi skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði (HKLGerpl 26).

Orðrétt merking er nokkurn veginn ‘hreystimenni á ekki að láta þá skömm af sér fréttast að kjósa frið ef illindi eru í boði’. Auk beinnar merkingar vísa þessi orð til Íslendingasagna (Fóstbræðra sögu) og lýsa þar að auki ákveðinni afstöðu skáldsins til hetjudýrkunar í fornsögum. Ég held að afar torvelt sé að þýða þessi orð á aðrar tungur þannig að merking og vísun náist fyllilega, snilldin kemst tæpast til skila. Auðvitað hafa þessi orð verið þýdd á aðrar tungur en ég hreinlega þori ekki að kanna hvernig til hefur tekist.

Þegar á síðari hluta 20. aldar má sjá í grein eftir Guðmund Daníelsson að orðin hafa öðlast vængi í örlítið breyttri mynd: 

aldrei skyldi góður drengur kjósa frið ef ófriður er í boði [‘kappinn ætti ekki að kjósa að lifa friðsamlega að óþörfu/nema óhjákvæmilegt sé’] (LesbMbl 28.1.1984, 8).

Einnig má sjá grilla í orðin í öðrum myndum, t.d.:

kjósa ófrið þegar friður er í boði (Tíminn 28.2.1996, 4);
kjósa aldrei frið ef ófriður er í boði (Dagur-Tíminn Ak 4.3.1997, 8);
hin mesta skömm að velja frið ef ófriður væri í boði (Mbl 5.4.2000, 38);
semja ekki frið þegar ófriður er í boði (DV 26.6.2002, 11).

Hér þarf ekki frekar vitnanna við, HKL er höfundur þessarar rýnni.

***

Eftirminnileg orð Sturlu Sighvatssonar fyrir Örlygsstaðabardaga er hann sá lið Gizurar Þorvaldssonar: ‘Ekki er það svo fátt sem það er smátt’ (Sturl I, 430).

***

Úr þjóðsögum:
Blekaður er sá kallaður sem er ölvaður, og stendur svo á því að einu sinni hafði drykkjumaður tekið í myrkri blekflösku í misgripum fyrir brennivínsflösku og sopið á henni. Þetta sáu einhverjir gárungar og kölluðu síðan alla drukkna menn blekaða (ÞjóðsJÁ V, 339).

Jón G. Friðjónsson, 11.11.2017

Lesa grein í málfarsbanka

friður
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Friðsamlegt ástand, það að stríði eða átökum linnir.
[skýring] Hins vegar ófriður.

Frið- forl. mannanafna eins og Friðbjörg, Friðgerður, Friðlaug, Friðný, Friðsemd, Friðþóra; Friðbjartur, Friðbjörn, Friðfinnur, Friðgeir, Friðlaugur, Friðleifur, Friðmundur, Friðrekur, Friðrik, Friðþjófur o.fl. Sjá friður, en það orð kemur líka fyrir sem viðliður karlmannsnafna og þá oftast í myndinni -freður, -fröður eða -röður, sbr. Hallfreður, †Eyfröður, Guðröður.


friður k. ‘friðsamlegt ástand (andr. stríð); ró, næði; †vinátta, ást’; sbr. fær. friður, nno. og d. fred, sæ. fred, frid, fe. frið(u), frioðu ‘friður, öryggi’, fsax. friðu, friðo, fhþ. fridu, frido; (< germ. *friþu-), sk. fría, frjá. Af friður er leidd so. friða ‘stilla til friðar, sefa, vernda’, sbr. fær. friða, nno. freda, d. frede, fe. friðian ‘vernda’, mhþ. vriden ‘semja frið; girða um’, gotn. ga-friþon ‘sætta’. Sjá fría, frjá og fríður.