Garganseyrr fannst í 1 gagnasafni

1 gargan h., gargann k. † orms- eða slönguheiti (í þulum). Oftast talið to. úr ír., sbr. fír. garg ‘harður, villtur’ og gr. gorgós ‘skelfilegur, grimmur’, gorgó̄ ‘ófreskja’. Vafasamt. Aðrir telja að orðið sé norr. og lúti að hljóði sem ormurinn eða slangan gefur frá sér og tengja það við so. garga (1). Líklegast er að gargan(n) sé ummyndun á gr. (lat.) gorgó̄ (-ón-) ‘ófreskja, medúsa’. Óvíst er hvort örn. Garganseyrr kv. (s.s. Kvígandseyrr) í Dalas. er af þessum toga. Sjá Gorgán; ath. gargan (2).