Garti fannst í 1 gagnasafni

garta s. ‘skrapa, naga; fara oft erindisleysu’. Hugsanlegt væri að so. garta ætti skylt við gart (s.þ.) og fær. og nno. garta, en gart virðist leitt af (týndri) so. með öðru tákngildi, auk þess sem garta verður tæpast skilin frá görtra og líklegra, m.a. merkingar vegna, að orð þessi séu leidd af ie. *ǵher- ‘rispa, skrapa’, sbr. gr. kharádrā ‘jarðsprunga’, lith. žeriù, žer̃ti ‘krafsa, rispa’; garta < *garatōn. Sjá gári og görtra.


Garti k. örn., heiti eyjar við Noregsströnd. Uppruni óviss; e.t.v. sk. garta s. eða gart h., og gæti nafnið þá átt við víkur eða brimsúg.