Gastropnir fannst í 1 gagnasafni

Gastropnir, Gastrofnir k. † nafn á (goðsögulegum) garðvegg (Fjsvm. 12). Uppruni alls óljós og óvíst um upphafl. mynd beggja nafnliða: gat-, gast- eða gas-; -rofnir, -(h)rofnir (-(h)rófnir), -(h)ropnir (-(h)rópnir) eða -stropnir? Samkv. Detter-Heinzel (1903:642) er nafnið samansett af gast-, tvímynd af gest(ur) og stropnir, sbr. nno. str(j)upa ‘klemma, klípa’ (ísl. strjúpi og stropa) og merk. ‘sá sem klemmir gestinn’. S. Bugge hefur getið þess til að forliðurinn sé gat- og viðliður -stropnir (1867:345) eða gast-, sbr. nno. gast ‘vofa, skógarandi’ og -rofnir (1894:39). Allt vafasamt.