Gaupni fannst í 2 gagnasöfnum

gaupna Sagnorð, þátíð gaupnaði

gaupn kv. ‘íhvolfur (holur) lófi’, einkum í ft. gaupnir; sbr. fær. geykn, nno. gaupn, gaufn, gaukn, sæ. göpen, sæ. máll. göffen, göcken, gauk(e)n, fd. gøben, gjøven, d. máll. gøvn, fhþ. goufana, mhþ. goufe, þ. máll. gaufe, gaufen (s.m.); gaupn < germ. *gaupanō. Í nno. kemur einnig fyrir gaupe kv. (s.m.), en er vísast yngri orðmynd. Víxlanin pn > kn í norr. málum er allgömul, sbr. vápn: vákn og gókna, gúkna. Af gaupn er leidd so. gaupna ‘umlykja greipum, ná yfir’, sbr. nno. gaupna, hjaltl. gopn ‘ausa með höndunum’. Orðstofninn kemur einnig fyrir í örn., sbr. fno. Gaupni héraðsnafn, e.t.v. upphafl. fjarðarheiti. Oftast er talið að gaupn sé sk. ísl. gaupa og gopi (s.þ.), fe. géopan ‘gleypa’, géap ‘víður, rúmur’, lith. žiùpsnis ‘(tæp) handfylli’, af ie. *ǵheu-b(h)- ‘gapa, gína’, af ie. *ǵhēu-, *ǵhōu- í gómur og Gymir (2), en gæti eins verið af ie. *gheub(h)- ‘beygja, svigna’ í fe. géap ‘boginn’, gupan ‘rass, lendar’ (sbr. ísl. gumpur), ef hér er yfirleitt um tvær óskyldar rætur að ræða. Sjá geypna, gókna, gopa, gúkna, gupna.