Gautar fannst í 2 gagnasöfnum

gauta Sagnorð, þátíð gautaði

gauti Karlkynsnafnorð

gautur Karlkynsnafnorð

gauta s. ‘þvaðra; gorta; varpa e-u fram, geta e-s til, gruna e-ð’; gautan kv. † ‘gort’. Sbr. nno. gauta ‘gorta’, gaut ‘sá sem er óvarkár í orðum’, gholl. guiten ‘gelta’, þ. máll. gauzen, gäuzen, svissn. gûzen ‘gjamma, skamma’. Orð þessi eru talin sk. geyja og gaul (1), en sumar merkingar ísl. so. gætu bent til skyldleika eða (síðari) tengsla við so. að gjóta.


1 gauti k. (nísl.) ‘lítill hnykill; gangmikill strákur, óaðgætinn maður, kjáni’; gautalegur l. ‘kjánalegur’. Líkl. sk. gjóta og gautur; e.t.v. er fær. geyti ‘stór nagli’ af sama toga.


2 gauti k. (nísl.) ‘smápjatla eða klæðisspeldi neðst á hliðarklauf á karlmannsskyrtu’. Líkl. stytting úr spégauti (s.þ.), en hefur tengst gauti (1).


3 Gauti, Gautur k. ‘maður frá eða í Gautlandi’; Gaut(u)r k. Óðinsheiti; sbr. Gautland og Gautelf(u)r, sæ. göt, göte ‘Gautlendingur’, fe. Géat goðheiti, Géatas ‘Gautar’, sbr. lat., gr. (germ.) Gautī, Gautoi (s.m.), langb. Gausus karlmannsnafn. Óðinsnafnið Gaut(u)r bendir e.t.v. til þess að Óðinn hafi verið dýrkaður mikið með Gautum. Þjóðflokksheitið Gautar er eflaust sk. Goti (Gotar) og so. gjóta, en óvíst hvernig merkingartengslum er háttað, hvort það merkti t.d. í öndverðu íbúa landsins við fljótið, ɔ Gautelfi, eða það táknaði einfaldlega menn, hina frjósömu eða niðjamörgu og fljótið þá e.t.v. við þá kennt. Gauti og Gautur kemur einnig fyrir sem karlmannsnafn og liður í mannanöfnum, sbr. Gauthildur, Gautrekr, Gautúlfr, Gautviðr og Algauti, Ásgautr, Hergautr og Þorgautr; Gautan og Ógautan e.t.v. einnig. Sjá gjóta, Goti og gotnar.


gautur k. (nísl.) ‘illviðri’, gera gautinn ‘gera óveður’; gautur líkl. sk. gjóta, sbr. lo. gauskur (2) (s.þ.).