Gautr fannst í 1 gagnasafni

3 Gauti, Gautur k. ‘maður frá eða í Gautlandi’; Gaut(u)r k. Óðinsheiti; sbr. Gautland og Gautelf(u)r, sæ. göt, göte ‘Gautlendingur’, fe. Géat goðheiti, Géatas ‘Gautar’, sbr. lat., gr. (germ.) Gautī, Gautoi (s.m.), langb. Gausus karlmannsnafn. Óðinsnafnið Gaut(u)r bendir e.t.v. til þess að Óðinn hafi verið dýrkaður mikið með Gautum. Þjóðflokksheitið Gautar er eflaust sk. Goti (Gotar) og so. gjóta, en óvíst hvernig merkingartengslum er háttað, hvort það merkti t.d. í öndverðu íbúa landsins við fljótið, ɔ Gautelfi, eða það táknaði einfaldlega menn, hina frjósömu eða niðjamörgu og fljótið þá e.t.v. við þá kennt. Gauti og Gautur kemur einnig fyrir sem karlmannsnafn og liður í mannanöfnum, sbr. Gauthildur, Gautrekr, Gautúlfr, Gautviðr og Algauti, Ásgautr, Hergautr og Þorgautr; Gautan og Ógautan e.t.v. einnig. Sjá gjóta, Goti og gotnar.