Gefjon fannst í 1 gagnasafni

Gefjun, †Gefjon kv. norr. gyðjuheiti. Líkl. sk. vgerm. (lat.) Gabiae gyðju- eða dísaheiti (sbr. Dea Garmangabis) sem merkja líkl. ‘hinar gjöfulu’ eða ‘auðugu’. Orðin eiga vísast skylt við so. að gefa og lo. göfugur, sbr. gotn. gabei ‘auður, ríkidæmi’, gabigs (gabeigs) ‘auðugur’. Orðmyndunin er óljós, Gefjun < *gaƀiōni-?, e.t.v. nafngert kvk.lo. (*gaƀiōni-z) leitt af no. *gaƀjō-, sbr. austur og austrænn, eða myndað af nafnleiddri so. *gaƀiōn ‘auðga, gefa’. Sjá gefa, Gefn og göfugur.