Geirönul fannst í 1 gagnasafni

2 geir- forliður í ýmsum orðum eins og Geirdriful kv. valkyrjuheiti, af geir og drífa; geirfálki k. (< mhþ. gervalch, ít. gerfalco) kallaður svo eftir rákargeirum á fiðrinu; geirfugl k. og geirhvalur k. taka líklega nafn af sérstöku sköpulagi, sömuleiðis geirlauk(u)r k. † sérstök lauktegund, sem gæti verið to., sbr. fe. gārléac (s.m.); Geirlöðnir k. Óðinsheiti, af geir og löð (1) (s.þ.), eiginl. ‘sá sem býður spjót, hvetur til víga’; geirvarta kv. ‘mjólkurvarta á konubrjósti, brjóstvarta á karlmanni’, sbr. nno. geirvarte ‘brjóstvarta á karlmanni’, msæ. genvarta (s.m.; hljóðfirring?), hugsanl. af geir í merk. ‘smáoddi’ e.þ.h.; Geiro̢lnir k. Óðinsnafn; galtarheiti (í þulum); skvt. H. Falk (1924a:14) fyrir *Geiro̢nlir, sbr. Geiro̢nul, en gæti verið leitt af öln (s.þ.), eiginl. ‘sá sem hefur geir í höndum, mundar geir’; Geirönul kv. valkyrjuheiti, e.t.v. af geir (1) og so. ana. Geir- er líka alg. for- og viðliður í pn., sbr. Geiraldi, Geirfinnur, Geirlaugur, Geirþjófur, Geira, Geirhildur, Geirríður, Geirþrúður, Ásgeir, Guðgeir, Þorgeir o.fl.