Geirr fannst í 1 gagnasafni

1 geir, †geirr k. ‘spjót, (lag)vopn; steðjanef’; sbr. nno. geir ‘ljóstur, smáoddi; hornreipi á nót, lítill makríll’, fe. gār, fsax. og fhþ. gēr ‘(kast)spjót’; < germ. *gaiza-, sk. gall. gaison, gaisos, fír. gae ‘spjót’ (sbr. latn. to. gaesum), gr. khaĩos ‘hjarðmannsstafur’, fi. hé̄ṣas- ‘skotvopn’, hinóti ‘kasta, reka áfram’; sbr. ennfremur langb. gaida ‘spjót’ (sjá gedda (1)) og gain-, fe. gǣn og gāl- vopnaheiti í mannanöfnum. Geir er einnig algengt í mannanöfnum ýmist eitt sér, sbr. norr. Geirr, eða sem nafnliður: Geir-, -geir(r), sbr. burg. *-gaisus. Sjá geir- (2), geiri (1), geisl, Gísl (3 og 4) og gísli.