Geit fannst í 6 gagnasöfnum

geit -in geitar; geitur geit|skór; geitar|skinn; geita|hirðir

geit nafnorð kvenkyn

spendýr af ættkvísl Capra, ræktað víða sem húsdýr


Fara í orðabók

geit no kvk
<þetta> er að leita að ull til geita
hafa geitur í höfði
hafa geitur

Eðlunarfús kýr er yxna, læða er breima, gylta gengur, er að ganga eða er ræða, tík er lóða, kindur og geitur eru blæsma og hryssur ála, álægja eða í látum.

Lesa grein í málfarsbanka

1 geit kv. ‘slíðurhyrnt jórturdýr; skræfa, ragmenni’; sbr. fær. og nno. geit, sæ. get, d. ged, fe. gāt (ne. goat), fsax. gēt, fhþ. geiz (nhþ. geiss), gotn. gaits; sbr. ennfremur lat. haedus ‘geithafur’, haedīnus ‘ungur hafur’, sbr. fe. gǣten, fhþ. geizīn, gotn. gaitein (s.m.). Orðið hefur stundum verið talið sk. lith. žáidžiu, žáisti ‘leika sér’, af ie. rót *ǵhaid- (*ǵhǝi-d-) ‘hoppa, stökkva’; óvíst. Varðandi merkinguna ‘skræfa’, sbr. að hafa geita hug og raggeit (e.t.v. tengt því hve geitur eru styggar). Sjá geit (2 og 3), geitill og geitungur.


2 geit kv. ‘fúaskemmd í viði; sjúkdómur í hársverði’; sbr. fær. geit ‘blágráar rákir í trjáviði; vatnsósa tré, trjáflaski, ysta lag á viði’, nno. geite kv. ‘ysta lag á viði eða heystakki’; svissn. geiss ‘snjóblettur í fjallshlíð’. Oftast talið s.o. og geit (1) og merkingin þá runnin frá hinum algenga gráa lit á geitum. Hugsanlegt er þó að hér sé um að ræða orð af öðrum toga, sk. gr. phaidrós, lith. giẽdras, gaidrus ‘bjartur, ljós’, gaĩsas ‘birta eða skin (á himni)’ (< *ghǝid-, *ghǝid-s-). Sjá geit (1) og geitill; ath. geisl.


3 Geit kv. † tröllkonunafn; auknefni. Eflaust s.o. og geit (1), en ekki ljóst hversu tengslum er háttað. Hugsanlega dregið af látæði, sbr. nno. geit ‘þrjósk og óráðþægin kona’, geita s. ‘haga sér á geitavísu, erta, stríða’, d. máll. gjed ‘fenjuleg og lauslát kona’, sæ. máll. (gotl.) gaita ‘leika sér, ólmast’. Heitið gæti einnig verið dregið af klæðaburði og merkt þá sem klæðist geitarskinnum. Sjá Geitir og geitill.