Germanar fannst í 2 gagnasöfnum

Orðið Germani er ritað með stórum staf. Sjá § 1.2.3.1 í Ritreglum.

Lesa grein í málfarsbanka

Germani k. (19. öld) ‘maður af germönskum þjóðflokki’; Germanar k.ft. heiti sem Rómverjar höfðu um þjóðflokka sem bjuggu í N.-Þýskalandi (og Skandinavíu) á öldunum rétt fyrir, um og eftir Kr.b. (sbr. Tacitus); þjóðir sem af þeim eru komnar og tala germönsk mál; germanskur l. ‘sem lýtur að Germönum’; germönsk mál mál sem runnin eru frá hinni fornu tungu Germana og heyra til ie. málaætt. Þótt Germana-nafnið sé komið frá Rómverjum er það tæpast latn. að uppruna, heldur líkl. heiti á sérstökum germönskum þjóðflokki eða jafnvel e-i grannþjóð Germana. Uppruni heitisins er öldungis óviss. Giskað hefur verið á tengsl við jörmun-, < *ga-ermana-, við fi. gharmá-, gr. thermós ‘heitur’ (og þá átt við laugasvæði), við ísl. garmur (1) (s.þ.) og nafnið þá e.t.v. dregið af árheiti, og fe. georman-léaf ‘stokkrós’, gr. khármē ‘lensuoddur’ o.fl. Allt jafn óvíst. Orðstofn þessi er to. í ísl., líkl. kominn inn í málið úr d. Ath. Germin.