Gjöll fannst í 4 gagnasöfnum

gjallur gjöll; gjallt gjallur hljómur STIGB -ari, -astur

gjalla (st.)s. ‘glymja, kveða (hátt) við; öskra’; sbr. fær. gella, gjalla, nno. gjella, sæ. gälla, d. gjalde, fe. giellan, fhþ. gellan. Af sömu rót (ie. *ghel-) og gala, gall(u)r, góla (1) og göll. Langa l-ið herslutákn eða forn samlögun úr ln (*ghel-n-). Sk. rússn. galit’sja ‘spotta’, gr. (no.) khelīdó̄n ‘svala’. Af gjalla er leitt gjallur l. ‘hár, hvellur; †skær (um liti)’, sbr. nno. gjell ‘gagnsær, skær’ (tæpast sk. gulur og gull (1)); gjallur k. ‘sverð, skjöldur, haf’ (eiginl. nafngert lo.); gjallandi k. ‘hávaði; hávær maður’; Gjallarbrú kv., eiginl. brúin Gjöll, og gjallarhorn h. ‘horn Heimdallar; blásturshljóðfæri; hátalari (nýy.)’ (af Gjöll); gjallharður l. (19. öld) s.s. gallharður. Sjá gala, gall(u)r, gellir (1), Gilling(u)r, gjöll (1); glam, glymja, góla (1), Gyllir (2) og göll.


1 gjöll kv. † ‘hávaði; orrusta’; Gjöll árheiti (í Helheimum); lúðurheiti, sbr. gjallarhorn ‘sérstök lúðurgerð; hátalari’; < *gellō, sk. gjalla (s.þ.), e.t.v. nafngert kvk. lo. gjallur.


2 gjöll, †gjo̢ll kv. nafn á hellu sem Fenrisúlfur var fjötraður við. Eflaust s.o. og gjöll (1) og tekið mið af glymhljóðinu er fast var kippt í. Ekki sk. fe. wīdgiell ‘víður, breiður’ eða gotn. gilþa ‘sigð’, af ie. *ǵhel- ‘skera’.