Gjallarbrú fannst í 1 gagnasafni

gjalla (st.)s. ‘glymja, kveða (hátt) við; öskra’; sbr. fær. gella, gjalla, nno. gjella, sæ. gälla, d. gjalde, fe. giellan, fhþ. gellan. Af sömu rót (ie. *ghel-) og gala, gall(u)r, góla (1) og göll. Langa l-ið herslutákn eða forn samlögun úr ln (*ghel-n-). Sk. rússn. galit’sja ‘spotta’, gr. (no.) khelīdó̄n ‘svala’. Af gjalla er leitt gjallur l. ‘hár, hvellur; †skær (um liti)’, sbr. nno. gjell ‘gagnsær, skær’ (tæpast sk. gulur og gull (1)); gjallur k. ‘sverð, skjöldur, haf’ (eiginl. nafngert lo.); gjallandi k. ‘hávaði; hávær maður’; Gjallarbrú kv., eiginl. brúin Gjöll, og gjallarhorn h. ‘horn Heimdallar; blásturshljóðfæri; hátalari (nýy.)’ (af Gjöll); gjallharður l. (19. öld) s.s. gallharður. Sjá gala, gall(u)r, gellir (1), Gilling(u)r, gjöll (1); glam, glymja, góla (1), Gyllir (2) og göll.