Gjolluráss fannst í 1 gagnasafni

Gjo̢lluráss k. (12. öld) fno. staðarnafn, sbr. nno. Gjellerås (við Osló). Uppruni ekki fullljós. Nafnið e.t.v. afbakað og að því er sumir telja úr *Gjalaráss, tengt Gjo̢l-eið, sbr. Gjóleið, og ætti Gjo̢l (ef. Gjalar) þá að merkja ‘skarð eða lægðardrag’, en ættartengsl að öðru leyti óljós. Annars er tilgátan um afbökun nafnsins vafasöm, það kemur fyrir nokkrum sinnum í Sverris s. og jafnan ritað Gio̢lluráss og getur vel verið stofnsamsett og forliðurinn Gjo̢llur- < *gellura- hver svo sem merkingin er.