Glaðr fannst í 1 gagnasafni

glaður l. ‘kátur, léttur í skapi; skær, bjartur’; sbr. fær. glaður, nno., sæ. og d. glad ‘kátur’, sæ. máll. glad ‘heiður, skær’, fe. glæd ‘skær, skínandi’ (ne. glad ‘kátur’), fhþ. glat ‘gljáandi, háll’ (nhþ. glatt s.m.); < ie. *ghlǝdho- og upphafl. merk. ‘gljáandi, bjartur’, sbr. fsl. gladŭkŭ ‘gljáandi, háll’, rússn. gladitь ‘slétta úr’, lith. glodùs ‘sléttur og gljáandi (um hár)’ (< *ghlādh-) og lat. glaber ( < *ghlǝdhros) ‘sléttur, háll, sköllóttur’. Af glaður er leidd so. glaða ‘kæta’ og glaðna ‘kætast, verða bjartari’, gleði kv. og gleðja s. Hestsheitið Glað(u)r er vísast nafngert lo. og s.o. og lo. glaður, hvort sem það á fremur við bjartan lit eða skapfjör. Sjá -glaðan, gleði og glóa, glóð, gljá (1) og glær (2).