Glaumur fannst í 4 gagnasöfnum

glaumur -inn glaums

glaumur nafnorð karlkyn

hávaði, kliður

í klaustrum dvelja menn fjarri heimsins glaumi


Sjá 2 merkingar í orðabók

glaumur no kk
lifa við glaum og gleði

glaumur k. ‘kátína, gleði; háreysti, kliður’; sbr. fær. gleimur (fyrir *gleymur) ‘kæti, gleðskapur’, nno. gløym, fsæ. glømber (s.m.), fe. gléam ‘kátína’, fsl. glumŭ ‘gaman, glens, leikur’. Líkl. af sömu rót (germ. *gleu-, ie. *ǵhleu- ‘lýsa, skína’) og glý og gluggi, sbr. einnig lith. glaudas ‘lystisemd, skemmtun’. Upphafl. merk. þá ‘glens’ eða ‘gleði’. Aðrir ætla að orðið sé sk. glymja og glam, en það er ólíklegt bæði af merkingar- og hljóðfarslegum ástæðum. Glaumur k. kemur líka fyrir sem hests- og jötunsheiti og af orðinu eru leidd eiginnöfn eins og Glaum(v)arr (jötunsheiti) og Glaumvör kv. Sjá gleyma.