Himinglæva fannst í 1 gagnasafni

glæva kv. ‘lítil bára’; samsetn.liður í Himinglæva † ölduheiti (í skáldam.), eiginl. ‘hin himingljáa’. Sjá glæfa (kv., s.); glævir k. † hjálmsheiti (í þulum) (< *glaiw(i)ōn, *glaiwiaʀ). Sk. glær (1 og 2) (s.þ.); glæva eiginl. v. beyg. í kvk. af lo. glær.


himinn k. ‘lofthvelið yfir höfði manna; †hvelfing (yfir jörðu) m.a. með áfestum stjörnum; himinhvel þar sem guð(ir), englar og hólpnar sálir búa, himnaríki, sælustaður; hlíf eða þak yfir e-u: sængurhiminn’; sbr. fær. himin, fsæ. himin, fd. himne(rige), gotn. himins (nno., d. og sæ. himmel hafa lagað sig eftir þ. orðmyndum). Óvíst er hvort fe. heofon (ne. heaven), fsax. heban heyra hér til; < *hemna-?; ffrank. himul, himil, fhþ. himil, nhþ. himmel hafa l-viðsk. < *hemina- (*hemila-), e.t.v. sk. hamur og humar, af ie. *ḱem- ‘hylja, þekja’. (Tæpast sk. hamar og upphafl. merk. ‘steinhvelfing’). Af himinn er leitt himinglæva kv. ‘alda’, eiginl. ‘sú sem glóir við himin’, Himinhrjóð(u)r k. † uxaheiti, sjá hrjóða (2), og himnaríki h., sbr. fe. heofonrīce, nhþ. himmelreich og lat. regnum coelōrum. Sjá himna (2).