Hornbori fannst í 1 gagnasafni

2 -bori k. viðliður í Hornbori mannsnafn. Líkl. sk. so. bera (3).


Hornbora kv. fno. eyjarheiti og bæjarnafn, einnig Hornbori k. Orðið kemur fyrir í nokkrum nno. örn. m.a. í Homborøya. Giskað hefur verið á að forliðurinn Horn- sé hér fjallsheiti og bora eigi við skarð eða sund.


Hornbori k. † dvergsheiti; tæpast ‘sá sem ber og blæs í horn’, sbr. fe. hornbora, heldur ‘sá sem borar’, ɔ smíðar drykkjarhorn. Orðið virðist einnig koma fyrir sem mannsnafn eða viðurnefni í (f)no. bæjarheitum.