Jormungandr fannst í 1 gagnasafni

1 gandur k. ‘stafur, staur, prik; broddfjöður í skeifu; töfra- eða spástafur, reiðprik galdranorna og seiðmanna; †galdur; †úlfur; †hestur’; sbr. fær. gandur ‘galdur, fjölkynngi’, nno. gand ‘oddhvöss spýta, hávaxinn og grannur maður, stráksláni’, sæ. máll. gand ‘uppþornað furutré’, gånden ‘trjágrein’. Orðið kemur fyrir í ýmsum sams., eins og t.d. hrótgandr k. ‘eldur’, Jo̢rmungandr k. ‘Miðgarðsormur’, Vánargandr k. ‘Fenrir’, þar sem viðliðurinn virðist merkja úlf. En merk. ‘úlfur’ og ‘hestur’ taka líkl. mið af reiðskjótum tröll- og seiðkvenna, m.a. í samb. við gandreiðar. Á frnorr. rúnaristu kemur fyrir orðmyndin ungandiʀ og virðist merkja ‘öruggur gegn göldrum’. Uppruni orðsins gandur er umdeildur. Tæpast sk. ginna og vgerm. völvuheitinu Ganna (Jan de Vries), galdramerkingin aðeins þáttur í tákngildi orðsins og síðar tilkomin, tengd notkun stafsins við galdraathafnir. Upphafl. merk. orðsins er efalítið ‘barefli, stafur’, sbr. svissn. gunten ‘fleygur’ (hljsk.) og fír. geind (s.m.), lith. geniù ‘hegg greinar af tré’, arm. ǰin ‘stafur’ og fi. hánti ‘slær’. Sbr. gandreið kv. og gandrekur k. ‘galdraveður’. Sjá gandi (1), gunnur, Göndul, göndull (1); ath. gandi (2) og gandur~(2).


jörmuni, †jo̢rmuni k. † uxaheiti, hestsheiti (í skáldamáli); jo̢rmunr k. † Óðinsnafn; jörmun-, †jo̢rmun- forliður í orðum eins og Jo̢rmungand(u)r k. † ‘Miðgarðsormur’, Jo̢rmungrund kv. † ‘jörð’, jörmunmóður k. † ‘vígamóður’ og Jo̢rmunrek(u)r k. † karlmannsnafn. Sbr. fe. eormen-, fsax. irmin- og fhþ. erman-, ermin-, ermun- (forliður) ‘mikill, öflugur, voldugur’ og mhþ. Ermenrich mannsnafn (heiti á Austgotakonungi). Uppruni umdeildur. E.t.v. sk. fsl. raměnŭ ‘sterkur’, lith. er̃mas ‘ófreskja’, og ísl. ern, ör (3) og jara. Aðrir tengja orðið við ísl. armur k. og lat. armentum ‘stórgripir (nautgripir, hross)’ eða fi. aryamán- og á̄rya- ‘aríi’. Ólíklegt. Sjá Emma (2) og Irma (1).