aðgangsréttur fannst í 3 gagnasöfnum

aðgangsréttur kk
[Tölvuorðasafnið]
samheiti aðgangsheimild
[skilgreining] Réttur geranda til aðgangs að tilteknu viðfangsefni fyrir tiltekna tegund aðgerðar.
[dæmi] Réttur ferlis til þess að lesa skrá en ekki til þess að skrifa í hana.
[enska] access right

aðgangsréttur
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Sjá skýringu við endurkröfuréttur.

endurkröfuréttur
[Lögfræðiorðasafnið]
samheiti aðgangsréttur, framkröfuréttur Kröfuréttur
[skilgreining] Það þegar efndir kröfu eru með þeim hætti að þær verði grundvöllur að nýrri kröfu eða kröfum, m.a. á þann hátt að sá sem innti greiðslu af hendi til kröfuhafa geti nú krafist þess að honum verði endurgreitt í þeim mæli að hann verði skaðlaus.
[skýring] Efndir aðalkröfunnar hafa þá jafnframt skapað heimild til endurkröfu, þ.e. e., ýmist að fullu eða að hluta. Dæmi: Þegar B kemur fram sem kaupandi hlutar gagnvart seljandanum, C, en annast kaupin í raun sem umsýslumaður fyrir A, eignast B endurkröfu gegn A fyrir þeirri upphæð er hann varð að leggja út í því sambandi. Annars birtist e. sem: a) réttur ábyrgðarmanns til að krefja aðalskuldara um það sem hann hefur orðið að greiða vegna ábyrgðar sinnar eða b) réttur þess sem hefur orðið að greiða bætur fyrir tjón (sem hann hefur ekki sjálfur valdið) til að krefja tjónvald um bótaupphæðina. Um e. gilda nokkuð mismunandi réttarreglur eftir því hvernig til þeirra stofnast. aðgangsréttur, framkröfuréttur Kröfuréttur.