aðgerð fannst í 6 gagnasöfnum

aðgerð (einnig aðgjörð) -in -gerðar; -gerðir aðgerðar|hnífur; aðgerðar|maður; aðgerða|áætlun

aðgerð nafnorð kvenkyn

uppskurður, læknisaðgerð

gera aðgerð á <sjúklingnum>

gangast undir aðgerð

fara í aðgerð


Sjá 4 merkingar í orðabók

aðgerð no kvk (það sem gert/framkvæmt er)
aðgerð no kvk (læknisverk)
aðgerð no kvk (fiskvinnsla)

Frekar er mælt með orðalaginu gera aðgerð en framkvæma aðgerð.

Lesa grein í málfarsbanka


No. aðgerð vísar til orðasambandsins gera að e-u þar sem merking fs. vísar til staðar, sbr.:

gera að fiski;
gera að sárum manns,

sbr. einnig:

fá ekki að gert;
geta ekki að því gert ...

Í orðasambandinu gera mikið/lítið að e-u er vísun fs. önnur, hún merkir þar ‘hvað varðar, með tilliti til’, sbr.:
             
Ferðu oft í sund? Nei, ég geri frekar lítið að því;
Þeir gera meira að jarðabótum á Suðurlandi en hér (m20 (Dal I, 246));
Ég geri lítið að því [að drekka vín] (m20 (Dal II, 53));
Gerið þið mikið að því [að ríða út] (m20 (Dal II, 407));
þá hef ég harla lítið að því gert [að yrkja] (f20 (HÞor 115));
[norrænar þjóðir] hafa gert mikið að því að ... kanna ókunn höf og lönd (ÁrsrFrf 1924, 1 (OHR));
en [hún] gerði lítið að því að búa til vers eða vísur (m20 (JóhBirk 12));
Þú ert ekki sá maður að hafa gert of mikið að því eða öðru (m20 (GHagRit II, 241));
Ég hef lagt stund á að efla konungsvaldið gagnvart þinginu – að líkindum hef ég gert of mikið að því (f20 (ÁP47, 481)).

Svipuð orðasambönd má sjá í fornu máli, t.d.:

Þó að þér gerið hálfu meira að héðan af en hér til (s13 (Barl 53));
En svo fremi skuluð þér orði á koma að þér ætlið nokkuð að að gera (ÍF XII, 226 (1330-1370));
En er hann engan fann þann, er hann vildi nökkuð að gera, þá (Sturl I, 66);
björn einn gekk þar og drap niður fé manna og eigi gerði hann annars staðar meira að en á Grænmó (ÍF XIV, 272 (1330-1370)).

Í nútímamáli virðist myndin gera mikið/lítið af e-u vera algengust, t.d.:

Verkföll og mótmæli af öðrum toga eru tíð í Kína þótt þarlendir fjölmiðlar geri yfirleitt ekki mikið af því að segja frá svo neikvæðum hlutum (Mbl 25.1.07);
gjörði samt lítið af því að hvetja unga menn (f20 (FJÞjóðh 27)).

Elsta dæmi um þessa mynd er frá 19. öld:

vil líka gjöra lítið af því [að skrifa] (Húsfr 29 (1829)),

sbr. einnig:

af öllu má of mikið gera (EBen II, 266 (1914)).

Hér samsvarar fs.-liðurinn af e-u eignarfalli (eiga mikið af e-u/fullt af e-u). Breytingin gera mikið/lítið að e-u > gera mikið/lítið af e-u er naumast um garð gengin, sbr. dæmin hér að ofan, en yngri myndin virðist þó nánast einhöfð í blöðum og fjölmiðlum nútímans. Ætla má að merkingarmunur á og af í þessum samböndum sé hverfandi lítill eða jafnvel umframur og það greiði götu breytingarinnar.
             
Af orðasambandinu gera að e-u eru leidd fjölmörg orð, t.d.:

aðgerð; aðgerðir; aðgerðalaus; aðgerðalítill; aðgerðamikill o.s.frv.,

sbr.:

Það kann og vera að mælt sé, að synir mínir sé seinir til aðgerða og skuluð þér það þola um stund (ÍF XII, 226 (1330-1370));
Miklu eru þrælar aðgerðameiri en fyrr hafa verið: þeir flugust þá á og þótti það ekki saka en nú vilja þeir vegast (ÍF XII, 98 (1330-1370)).

Jón G. Friðjónsson, 2016

Lesa grein í málfarsbanka

aðgerð
[Eðlisfræði]
[enska] operation

aðgerð kv
[Hagfræði]
[enska] operation

aðgerð
[Hugbúnaðarþýðingar]
samheiti fall
[enska] function

aðgerð
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] action

aðgerð
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] operation

aðgerð
[Læknisfræði]
[enska] operation

aðgerð kv
[Málfræði]
[skilgreining] AÐGERÐIR eða aðgerðarsagnir fela í sér hinn dæmigerða verknað sem unninn er af geranda. Flestar aðgerðir taka tíma og fela í sér ákveðinn endapunkt.
[dæmi] Dæmi (aðgerð feitletruð): Jóhannes sannfærði nemendur.
[enska] accomplishment

aðgerð
[Sjávarútvegsmál (pisces)]
[enska] dressing

aðgerð
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] action

aðgerð kv
[Stjórnmálafræði]
samheiti ráðstöfun
[enska] measure

aðgerð kv
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] handlæknismeðferð á sjúklingi, venjulega skurðlækning
[enska] operation

aðgerð kv
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] sálrænt starf til aðlögunar að umhverfi (Piaget)
[enska] operation

aðgerð
[Lísa (landupplýsingar á íslandi fyrir alla)]
[enska] function

aðgerð
[Lísa (landupplýsingar á íslandi fyrir alla)]
[enska] job

aðgerð
[Raftækniorðasafn]
[sænska] manöver,
[þýska] Betätigung (eines mechanischen Schaltgeräts),
[enska] operation (of a mechanical switching device)

aðgerð kv
[Tölvuorðasafnið]
[skilgreining] Það að leiða nýja stærð af leyfilegri samsetningu þekktra stærða eftir skilgreindri reglu.
[dæmi] Samlagning í reikningi. Þegar fimm og þrír eru lagðir saman og átta koma út eru tölurnar fimm og þrír þolendurnir, talan átta er útkoman og samlagningarmerkið er virkinn sem sýnir að aðgerðin, sem framkvæma skal, er samlagning.
[enska] operation

aðgerð kv
[Tölvuorðasafnið] (í gervigreindarfræði)
[skilgreining] Það sem gerandi aðhefst í framsetningu þekkingar sem styðst við atburðarit.
[enska] action

aðgerð kv
[Tölvuorðasafnið] (í hlutbundinni hugbúnaðargerð)
[skilgreining] Fall eða umbreyting sem beitt er á hluti í klasa eða sem hlutirnir beita.
[enska] operation

aðgerð kv
[Tölvuorðasafnið]
[skýring] Almenn merking enska orðsins „function“, þegar íslenska heitið „fall“ á ekki við.
[enska] function

gjörð kv
[Tölvuorðasafnið]
samheiti aðgerð
[skilgreining] Ein eða fleiri frumgjörðir sem saman breyta safni setninga í annað safn eða kynna safn setninga sem eru í upplýsingasafni eða skilningsgerðarlýsingu.
[enska] action