aðildarhæfi fannst í 3 gagnasöfnum

aðildarhæfur -hæf; -hæft STIGB -ari, -astur

aðildarhæfi
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Þeir eiginleikar sem maður eða lögpersóna verður að hafa til að mega njóta aðildar í dómsmáli.
[skýring] Mælt er fyrir um þessa eiginleika í 1. mgr. 16. gr. eml. þar sem segir að aðili dómsmáls geti verið hver sá einstaklingur, félag eða stofnun sem getur átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Einnig reynir á a. í stjórnsýslurétti, sjá einnig aðili stjórnsýslumáls.