aðskeyti fannst í 3 gagnasöfnum

aðskeyti -ð -skeytis; -skeyti

aðskeyti hk
[Málfræði]
[skilgreining] AÐSKEYTUM er skeytt við stofn orða til að tákna beygingu eða afleiðslu. Þau geta aldrei komið fyrir sjálfstæð. Í íslensku skiptast aðskeyti í forskeyti og viðskeyti.
[dæmi] mis-jafn, van-svefta; trölls-leg-ur, hass-ist-i (aðskeyti feitletruð og afmörkuð með bandstriki)
[enska] affix

aðskeyti hk
[Menntunarfræði] (lestur og málþroski)
samheiti skeyti
[skilgreining] Ósjálfstæður orðhluti, forskeyti eða viðskeyti, sem bætist við orð og myndar þannig nýtt orð.
[skýring] Óviti (ó-), forvitinn (for-), glæsileg (-leg).
[enska] derivational morpheme